Hættur með landsliðinu og gæti verið á förum

Ilkay Gündogan.
Ilkay Gündogan. AFP/Fabrice Coffrini

Ilkay Gündogan, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt að landsliðsskórnir séu komnir á hilluna. Þá gæti hann verið á förum frá spænska stórveldinu Barcelona eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu.

Gündogan, sem er 33 ára, tilkynnti að hann væri hættur að leika með þýska landsliðinu á Instagram-síðu sinni í dag.

BBC Sport greinir þá frá því að Gündogan, sem gekk til liðs við Börsunga síðastliðið á frjálsri sölu frá Manchester City, hafi fengið leyfi frá spænska félaginu til þess að finna sér annað lið þrátt fyrir að eiga enn tvö ár eftir af samningi sínum.

Félög á Englandi, Spáni og í Sádi-Arabíu eru öll áhugasöm um að fá miðjumanninn kná til liðs við sig.

Gündogan var ekki í leikmannahópi Barcelona um helgina þegar fyrsta umferð spænsku 1. deildarinnar fór fram þrátt fyrir að vera heill heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert