Albert tjáir sig um ákæruna

Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot í sumar.
Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot í sumar. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta sat fyrir svörum blaðamanna er hann var kynntur til leiks hjá ítalska félaginu Fiorentina í dag. Albert gekk í raðir félagsins í síðustu viku.

Albert var ákærður fyrir kynferðisbrot í júlíbyrjun og hann var spurður út í málið á fundinum, en sóknarmaðurinn hefur ávallt neitað sök.

„Þetta verður tekið fyrir í september. Þetta mál hefur engin áhrif á mig. Það hefur verið í gangi í heilt ár og ég hef ekki leyft því að hafa áhrif.

Fjölskyldan og fótboltinn eru í fyrsta sæti. Ég er saklaus og ég fæ tækifæri til að sanna það,“ svaraði Albert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert