Færeyskt ungstirni á leið í ítölsku deildina

Torino er að fá 16 ára Færeying til liðs við …
Torino er að fá 16 ára Færeying til liðs við sig. AFP/Piero Cruciatti

Færeyska knattspyrnufélagið HB hefur samþykkt tilboð ítalska félagsins Torino í sóknarmanninn Dávid Reynheim, sem er aðeins 16 ára gamall.

Torino er fornfrægt félag sem leikur í ítölsku A-deildinni.

Reynheim hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað sex leiki fyrir HB í Betri deildinni í Færeyjum á tímabilinu og skorað eitt mark.

„Já, ég get staðfest að okkur hefur borist tilboð frá Torino sem við erum ánægðir með. Nú er það leikmannsins og félagsins að komast að samkomulagi.

Frá okkar sjónarhóli erum við ánægðir og við gleðjumst yfir því að leikmönnum hjá HB bjóðist svona tækifæri,“ sagði Símun Samuelsen íþróttastjóri HB í samtali við við færeyska netmiðilinn in.fo.

Símun lék hér á landi með Keflavík um árabil og skoraði 18 mörk í 74 leikjum í efstu deild.

Símun Samuelsen í leik með Keflavík gegn Fram á sínum …
Símun Samuelsen í leik með Keflavík gegn Fram á sínum tíma. mbl.is/hag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert