Skagamaðurinn fær nýjan stjóra

Paul Heckingbottom er nýr knattspyrnustjóri Preston North End.
Paul Heckingbottom er nýr knattspyrnustjóri Preston North End. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Preston North End hefur ráðið Paul Heckingbottom sem nýjan stjóra karlaliðsins, sem Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson leikur með.

Ryan Lowe lét óvænt af störfum eftir aðeins einn leik í ensku B-deildinni, þeim fyrsta hjá Stefáni Teiti fyrir félagið, fyrr í mánuðinum og hefur Preston nú fundið arftaka hans.

Heckingbottom var síðast knattspyrnustjóri Sheffield United og kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina á þarsíðasta tímabili en var rekinn í desember síðastliðnum eftir slæmt gengi á meðal þeirra bestu.

Hann hefur áður stýrt Leeds United og Barnsley á Englandi auk Hibernian í Skotlandi.

Stefán Teitur Þórðarson leikur með Preston.
Stefán Teitur Þórðarson leikur með Preston. Ljósmynd/Preston
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert