Fer frá United til Íslendingaliðsins

Facundo Pellistri í leik með úrúgvæska landsliðinu.
Facundo Pellistri í leik með úrúgvæska landsliðinu. AFP/Grant Halverson

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Facundo Pellistri er á leið til Íslendingaliðs Panathinaikos frá enska félaginu Manchester United.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Facebook-síðu sinni að Man. United sé búið að samþykkja 5,1 milljón punda tilboð gríska félagsins.

Landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon leika báðir með Panathinaikos.

Pellistri, sem er 22 ára kantmaður, vill fá að spila reglulega og mun skrifa undir langtímasamning við Panathinaikos, sem landi hans Diego Alonso þjálfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert