Hákon hæstur hjá virta franska blaðinu

Hákon Arnar Haraldsson á fleygiferð í leik með Lille.
Hákon Arnar Haraldsson á fleygiferð í leik með Lille. AFP/Julien De Rosa

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður Lille, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni í Frakklandi í gærkvöldi. 

Lille vann leikinn 2:0 en Hákon lagði upp fyrra mark Lille á Jonathan David. Þá átti landsliðsmaðurinn smekklega sendingu inn á Kanadamanninn sem kláraði færið vel. 

Hákon fékk hæstu einkunn allra á vellinum hjá virta franska íþróttadagblaðinu L'Equipe. Hann fékk átta í einkunn en blaðið er þekkt fyrir að vera strangt í einkunnagjöf sinni, og oft jafnvel andstyggilegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert