Hjartnæm kveðja til landsliðsmannsins

Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kolbeinn Birgir Finnsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er farinn frá danska félaginu Lyngby og til Utrecht í Hollandi. 

Kolbeinn skrifar undir þriggja ára samning með möguleika á fjórða ári við hollenska félagið, sem hafnaði í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í fyrra. 

Landsliðsmaðurinn gekk til liðs við Lyngby í janúar árið 2023 og hefur síðan þá verið lykilmaður, fyrst undir stjórn Freys Alexanderssonar. 

Lyngby kvaddi Kolbein með fallegri kveðju og sagði hann alltaf velkominn til Lyngby. 

„Kolbeinn hefur verið seldur til Utrecht og við þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert í kóngabláu treyjunni. 

Við óskum Kolbeini alls hins besta í Hollandi og hann verður ávallt velkomin aftur til Lyngby.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert