Kolbeinn tilkynntur hjá hollenska félaginu

Kolbeinn Birgir Finnsson í búningi Utrecht.
Kolbeinn Birgir Finnsson í búningi Utrecht. Ljósmynd/Utrecht

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við hollenska knattspyrnufélagið Utrecht. 

Utrecht leik­ur í hol­lensku úr­vals­deild­inni og hafnaði í sjö­unda sæti henn­ar á síðasta tíma­bili.

Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 

Samkvæmt danska knattspyrnumiðlinum Tipsbladet greiðir Utrecht 500.000 evrur fyrir Íslendinginn eða um 76 milljónir íslenskra króna. 

Þýska 1. deild­ar liðið Hol­stein Kiel bauð sömu upp­hæð í vinstri bakvörðinn, sem Lyng­by samþykkti einnig, en Kol­beinn valdi hol­lenska fé­lagið.

Hann er 24 ára gam­all og hef­ur leikið með Lyng­by frá því í janú­ar 2023. Áður hafði Kol­beinn verið á mála hjá Borussia Dort­mund, Brent­ford og Groningen eft­ir að hafa hafið fer­il­inn hjá upp­eld­is­fé­lag­inu Fylki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert