Landsliðshanskarnir á hilluna

Manuel Neuer er hættur að leika með þýska landsliðinu.
Manuel Neuer er hættur að leika með þýska landsliðinu. AFP/Ina Fassbender

Manuel Neuer, fyrirliði knattspyrnuliðs Bayern München í Þýskalandi, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.

Markvörðurinn tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag en Neuer, sem er 38 ára gamall, hefur verið aðalmarkvörður Þýskalands, nánast samfleytt frá árinu 2009.

Hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014 í Brasilíu og þá vann hann til bronsverðlauna með liðinu á HM 2010 í Suður-Afríku.

Alls lék hann 124 A-landsleiki fyrir Þýskaland en Neuer er þriðji leikmaðurinn sem leggur landsliðsskóna á hilluna eftir nýliðið Evrópumót því bæði Toni Kroos og Ilkay Gündogan lögðu landsliðsskóna á hilluna á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert