Stórt tækifæri fyrir mig

Atli Barkarson í leik með U21-árs landsliði Íslands.
Atli Barkarson í leik með U21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsvíkingurinn Atli Barkarson skrifaði á mánudag undir tveggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu, við belgíska knattspyrnufélagið Zulte Waregem. Hann kemur til félagsins frá Sönderjyske í Danmörku, þar sem hann var í hálft þriðja ár.

Félagaskiptin komu nokkuð á óvart, þar sem Atli lék alla fjóra leiki Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili frá upphafi til enda, og var í stóru hlutverki í sterkri danskri úrvalsdeild.

„Sönderjyske er félag sem vill selja leikmenn og sá mig sem einn af leikmönnunum sem væri hægt að selja á næstu mánuðum. Það kom gott tilboð inn sem þeir gátu eiginlega ekki hafnað. Þetta var líka gott tækifæri fyrir mig, því ég er að fara í stærra félag, þótt belgíska B-deildin sé ekki eins sterk og danska úrvalsdeildin. Markmiðið er að fara upp og efsta deildin í Belgíu er betri,“ útskýrði Atli í samtali við Morgunblaðið.

Félagaskiptin komu Atla sjálfum ekki sérlega á óvart, þar sem forráðamenn danska félagsins höfðu tjáð honum að þeir væru opnir fyrir tilboðum í bakvörðinn.

„Ég var aðeins að horfa í kringum mig í byrjun sumars og á undirbúningstímabilinu eftir að stjórnarmenn Sönderjyske sögðu að þeir væru að íhuga að selja mig. Svo hófst tímabilið og ég spilaði 90 mínútur í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins með Sönderjyske og var sáttur við mitt hlutverk.

Sýndu mikinn áhuga

Eftir leikinn við FCK, sem var síðasti leikurinn sem ég spilaði með Sönderjyske, heyrði ég af áhuga Zulte Waregem og eftir það gerðist þetta mjög hratt. Þeir sýndu mér mikinn áhuga, vildu fá mig og ég heillaðist af því sem þeir buðu upp á. Verkefnið hér er spennandi og ég ákvað að kýla á þetta,“ sagði Atli.

Annað tímabil Zulte Waregem í B-deild Belgíu í röð er nýhafið. Liðið féll úr deildinni á þar síðustu leiktíð og rétti missti af sæti í efstu deild eftir tap í umspili á síðustu leiktíð. Markmiðið er að fara aftur upp í deild þeirra bestu, þar sem félagið á heima að mati Atla.

Viðtalið við Atla má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert