Liðsfélagar Söru þurftu að slíta sambandinu við foreldra sína

Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir eins árs samning við Al …
Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir eins árs samning við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu á dögunum. Ljósmynd/Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kom mörgum á óvart þegar hún skrifaði undir tveggja ára samning við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu.

Sara Björk, sem er 33 ára gömul, er fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem skrifar undir samning í Sádi-Arabíu en hún gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum ítalska stórliðsins Juventus.

Mikill hiti og raki

Liðsfélagar Söru eru margar hverjar ungar að árum, allt niður í 15 ára gamlar, og hafa þurft að velja á milli fótboltans og fjölskyldu sinnar.

„Það var smá menningarsjokk að koma hingað út, ég skal alveg viðurkenna það. Mesta sjokkið var samt hitinn og rakinn. Við æfum alltaf á kvöldin sem dæmi því það er í raun ekki líft hérna á daginn. Það er nánast ekkert í gangi hérna á morgnanna og eftir hádegi og þá heldur fólk sig að mestu innandyra. Eftir klukkan 16 á daginn fer svo allt á fullt, þegar sólin er að setjast, og það er eitthvað sem erum að venjast. Þó að við séum að æfa á kvöldin er samt 80 prósent raki í loftinu og í kringum 40° stiga hita og það tók mig nokkrar æfingar að venjast því.

Vissulega eru gæðin á æfingum öðruvísi en ég er vön. Aldursbilið í leikmananhópnum er stórt og hérna eru 15 ára stelpur í bland við stelpur sem eru komnar yfir þrítugt. Á sama tíma eru heimastelpurnar hérna með mikla ástríðu fyrir fótboltanum, þrátt fyrir að hafa kannski ekki æft íþróttina nema í einhver þrjú ár. Sumar af þessum ungu stelpum fengu ekki leyfi frá fjölskyldum sínum til þess að æfa fótbolta. Þær völdu fótboltann fram yfir fjölskylduna og þurftu því að slíta öllu sambandi við foreldra sína sem dæmi. Þær eru að elta sinn draum og sína ástríðu og ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir þessum stelpum og hugarfarinu sem þær búa yfir.“

Viðtalið við Söru Björk má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert