Þurfa ekki að velja á milli fótbolta og barneigna

Evelyn Ijeh og Oona Sevenius eru leikmenn AC Milan.
Evelyn Ijeh og Oona Sevenius eru leikmenn AC Milan. Ljósmynd/AC Milan

Christy Grimshaw, fyrirliði kvennaliðs AC Milan í knattspyrnu, segir leikmenn ekki þurfa að velja á milli þess að spila fótbolta eða eignast börn eftir að félagið kom á fót nýjum reglum fyrir leikmenn liðsins sem verða barnshafandi.

AC Milan er fyrsta félagið í Evrópu sem hefur það nú fyrir reglu að samningur leikmanns sem verður barnshafandi á lokaári samnings síns við ítalska stórveldið fær sjálfkrafa framlengingu.

Leikmenn munu einnig fá aðstoð við barnagæslu og fjárútlát vegna barna þeirra og förunauts.

„Í gegnum tíðina hefur fjöldi kvenna tvímælalaust þurft að velja á milli þess að vera móðir eða leikmaður. Að fá þennan möguleika er einstaklega sérstök tilfinning.

Maður gæti verið á síðasta ári samnings síns og fundið fyrir nokkrum ótta yfir því að verða móðir. Þetta er fjarlægt, okkur getur liðið vel.

Að verða móðir er svo fallegt. Ég vona að þetta sé upphafið að nokkru sérstöku í kvennaknattspyrnu og kvennaíþróttum,“ sagði Grimshaw í samtali við BBC Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert