Á toppinn með sigri í Íslendingaslag

Mikael Anderson í leik með íslenska landsliðinu.
Mikael Anderson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og liðsfélagar hans í AGF tylltu sér á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með öruggum sigri á nýliðum AaB, 4:0, í Íslendingaslag í Álaborg í kvöld.

AGF er á toppnum með 13 stig eftir sex leiki en liðin fyrir neðan eiga öll leik til góða. AaB heldur kyrru fyrir í sjötta sæti með sex stig.

Mikael lék allan leikinn fyrir AGF og Nóel Atli Arnórsson lék síðari hálfleikinn fyrir AaB, en staðan í hálfleik var 3:0, gestunum frá Árósum í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert