Jóhann beint í byrjunarliðið í Sádi-Arabíu

Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í …
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Orobah tilkynnti um komu íslenska landsliðsfyrirliðans Jóhanns Bergs Guðmundssonar í morgun og var hann strax kominn í byrjunarliðið í leik liðsins gegn Al-Ahli í fyrstu umferð efstu deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Al-Ahli þar sem Roberto Firmino, fyrrverandi sóknarmaður Liverpool, skoraði síðara markið fyrir heimamenn eftir sendingu Franck Kessié, sem hefur leikið með AC Milan og Barcelona.

Jóhann Berg var tekinn af velli á 90. mínútu hjá Al-Orobah, sem er nýliði í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert