Landsliðskonan til Madrídar

Hildur Antonsdóttir er orðin leikmaður Madrid CFF.
Hildur Antonsdóttir er orðin leikmaður Madrid CFF. mbl.is/Eyþór

Hildur Antonsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Madrid CFF. 

Madrid CFF var stofnað árið 2010 og hafnaði í sjötta sæti efstu deildar Spánar á síðustu leiktíð. 

Hildur kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Fortuna Sittard í Hollandi, þar sem hún lék síðast. 

Hildur gekk til liðs við hollenska félagið frá Breiðabliki en hún hefur einnig spilað fyrir Val. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert