Lukaku á leið til Napoli

Romelu Lukaku er á leið til Ítalíu á nýjan leik.
Romelu Lukaku er á leið til Ítalíu á nýjan leik. AFP/Javier Soriano

Belgíski knattspyrnumaðurinn Romelu Lukaku er á leið til ítalska félagsins Napoli frá Chelsea eftir að viðræður milli félaganna báru loks árangur.

BBC Sport greinir frá því að Lukaku verði keyptur á um 30 milljónir punda.

Antonio Conte, nýr knattspyrnustjóri Napoli, hefur gengið á eftir því að samið yrði við Lukaku eftir að þeir áttu góðu samstarf að fagna hjá Inter Mílanó frá 2019 til 2021.

Chelsea keypti hann á 97,5 milljónir punda sumarið 2021 en hvorki gekk né rak hjá Lukaku í endurkomunni til Lundúna og var sóknarmaðurinn lánaður til Inter á þarsíðasta tímabili og Roma á því síðasta.

Mögulegt er að nígeríski sóknarmaðurinn fari í hina áttina, frá Napoli til Chelsea, en myndi enska félagið vilja fá hann að láni fyrst um sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert