Byrjar nýtt tímabil afar vel

Hákon Arnar í baráttunni í dag.
Hákon Arnar í baráttunni í dag. AFP/Francois lo Presti

Hákon Arnar Haraldsson og samherjar hans hjá Lille höfðu betur gegn Angers, 2:0, í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Skagamaðurinn ungi var í byrjunarliði Lille og hann lagði upp fyrra markið á Thomas Meunier á 34. mínútu.

Hákon fór af velli á 77. mínútu og Mohamed Bayo gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Lille er með tvo sigra og sex stig eftir tvær umferðir og er Hákon búinn að leggja upp í báðum leikjum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert