Gæsahúð að ganga út á völl

Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Preston North End frá Silkeborg í Danmörku í síðasta mánuði. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur leikjum liðsins á tímabilinu til þessa og byrjað báða deildarleikina, gegn Sheffield United á útivelli og Swansea á heimavelli, í B-deild Englands.

Stefán var í fjögur tímabil hjá Silkeborg og lék sérlega vel á sínu síðasta tímabili í Danmörku, sem vakti athygli Preston.

„Ég var í viðræðum um nýjan samning við Silkeborg í svolítið langan tíma en þær gengu ekki upp og ég var opinn fyrir öðru, sérstaklega Englandi,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið.

„Það má segja að ég hafi verið kominn á endastöð eftir fjögur ár hjá Silkeborg. Það gekk mjög vel hjá mér á síðasta tímabilinu í Danmörku og ég fór bæði að skora meira og leggja meira upp. Við unnum líka bikarinn, þar sem mér gekk mjög vel í úrslitaleiknum,“ sagði Stefán.

Hann fann fyrir áhuga annarra félaga og var miðjumaðurinn m.a. orðaður við Derby County, sem leikur einnig í B-deildinni. Þegar ensku félögin fóru að sýna honum áhuga kom lítið annað til greina.

„Ég hugsaði ekki um nein tilboð frá öðrum löndum og Preston var eina félagið sem lagði fram alvörutilboð,“ sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert