Þjóðverji hleypur í minningu Atla Eðvalds

Andreas með treyjuna góðu sem hann mun klæðast í dag …
Andreas með treyjuna góðu sem hann mun klæðast í dag þegar hann hleypur 42 kílómetra í minningu vinar síns. Ljósmynd/Stephanie

Andreas Turnsek, þýskur fjölmiðlamaður frá Düsseldorf, hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag ásamt eiginkonu sinni til þess að minnast þess að tæplega fimm ár eru liðin frá andláti Atla Eðvaldssonar, eins fremsta knattspyrnumanns Íslandssögunnar.

Atli lék með Fortuna Düsseldorf í þýsku 1. deildinni við afar góðan orðstír á árunum 1981 til 1985 og varð þá m.a. fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í efstu deild Þýskalands. Var hann næstmarkahæsti leikmaður Bundesligunnar árið 1983. 

Andreas Turnsek og Atli Eðvaldsson benda á keppnistreyju Fortuna Düsseldorf …
Andreas Turnsek og Atli Eðvaldsson benda á keppnistreyju Fortuna Düsseldorf á Laugardalsvelli.

Andreas og Atli kynntust svo fyrir 14 árum þegar þeir léku saman með liði heldri leikmanna sem tengdist fyrrverandi leikmönnum Fortuna Düsseldorf og varð eftir það vel til vina.

Rætt er við Andreas Turnsek í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert