Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson glímir við ólæknandi krabbamein um þessar mundir. Eriksson var greindur með krabbameinið snemma á síðasta ári og tjáð að hann ætti um það bil eitt ár eftir ólifað.
Sænska dagblaðið Aftonbladet hefur undanfarna mánuði framleitt heimildamynd um Eriksson þar sem er m.a. rætt við dóttur hans, Línu Eriksson.
„Í hvert skipti sem ég kem í heimsókn hefur heilsu hans hrakað. Það er mjög erfitt að sjá. Hann vill halda áfram að berjast og fá meðhöndlun.
Hann er mjög hræddur við að meðferðinni verði hætt og endirinn sé nærri,“ sagði Lína.