Forsetinn fékk flösku í höfuðið

José Mourinho er knattspyrnustjóri Fenerbahce.
José Mourinho er knattspyrnustjóri Fenerbahce. AFP/Özan Kose

Mikil læti urðu þegar Fenerbahce og Göztepe Izmir skildu jöfn, 2:2, á heimavelli síðarnefnda liðsins í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Auðmaðurinn Ali Koc, forseti Fenerbahce, fór út á völl eftir leik og voru stuðningsmenn Göztepe ekki sáttir. Hófu þeir að kasta aðskotahlutum í átt að Koc með þeim afleiðingum að hann fékk flösku í höfuðið.

Göztepe jafnaði á fimmtu mínútu uppbótartímans og var Koc ekki sáttur. Fór hann út á völl til að ræða við dómarann með áðurnefndum afleiðingum.

José Mourinho er knattspyrnustjóri Fenerbahce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert