Landsliðsmaðurinn frá Belgíu til Þýskalands?

Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er á leið til Herthu Berlín í Þýskalandi.

Netmiðilinn 433.is greinir frá. Jón Dagur hefur leikið með OH Leuven í Belgíu frá árinu 2022 en hann kom til félagsins frá AGF í Danmörku.

Hefur Jón Dagur skorað 19 mörk í 68 deildarleikjum með Leuven. Hann er 25 ára kantmaður sem hefur leikið 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim fimm mörk.

Hertha Berlín er með fjögur stig eftir þrjár umferðir í B-deild Þýskalands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert