Þjálfari í úrvalsdeild með krabbamein

Anders Torstensson er með krabbamein.
Anders Torstensson er með krabbamein. Ljósmynd/Mjällby

Knattspyrnuþjálfarinn Anders Torstensson er kominn í leyfi frá félagi sínu Mjällby í Svíþjóð eftir að hann greindist með krabbamein.

„Mér líður vel miðað við aðstæður, þótt það hafa runnið nokkur tár. Ég er að glíma við krabbamein sem heitir eitilfrumuhvítblæði. Þetta er ekki versta krabbameinið og vonandi fæ ég fleiri svör fljótlega,“ skrifaði hann á Facebook.

Torstensson er 58 ára gamall. Hann tók fyrst við sem aðalþjálfari Mjällby árið 2013 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari frá 2007 til 2012. Hann tók síðan aftur við liðinu árið 2021 og í þriðja skipti á síðasta ári.

Mjällby er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir 19 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert