Færir sig um set á Ítalíu

Hjörtur Hermannsson í baráttu við Bukayo Saka í leik Íslands …
Hjörtur Hermannsson í baráttu við Bukayo Saka í leik Íslands og Englands fyrir nokkrum árum. AFP

Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs ítalska félagið Carrarese frá Pisa. Bæði lið leika í B-deildinni á Ítalíu.

Skrifaði hann undir eins árs samning við Carrarese, sem er nýliði í B-deildinni.

Hjörtur lék með Pisa frá árinu 2021 en var í smærra hlutverki en áður á síðasta tímabili.

Hann er 29 ára gamall og hefur leikið 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert