Forsætisráðherra Bretlands minnist Svens-Görans

Keir Starmer er forsætiðsráðherra Bretlands.
Keir Starmer er forsætiðsráðherra Bretlands. AFP/Toby Melville

Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands er einn þeirra sem hefur birt færslu á X, áður Twitter, til að minnast Svens-Görans Erikssonar. 

Sven-Göran er látinn 76 ára gamall eftir baráttu við ólæknandi krabbamein. 

Hann átti langan og farsælan þjálfaraferil í knattspyrnu og stýrði enska landsliðinu frá árinu 2001 til 2006.

„Mikil sorg fylgir andláti Svens-Görans Erikssonar. Hans gríðarlega framlag til enska boltans vakti gleði hjá svo mörgum í gegnum árin. 

Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans,“ sagði forsætisráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert