Hetjan Guðrún ekki í viðtöl vegna hótana

Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Guðrún Arnardóttir og samherjar hennar hjá Rosengård fóru ekki í viðtöl eftir sigur liðsins á Häcken í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld af öryggisástæðum.

Sænski miðillinn Sportbladet greinir frá að leikmanni liðsins hafi verið hótað á samfélagsmiðli og var því hætt við viðtöl eftir leikinn.

Rosengård hefur tilkynnt málið til lögreglu, sem og til knattspyrnusambands Svíþjóðar.

Guðrún skoraði sigurmarkið í leiknum sem endaði 1:0. Rosengård hefur unnið alla sextán leiki sína í deildinni til þessa og aðeins fengið á sig fjögur mörk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert