Hótuðu ofbeldi og ógnuðu leikmönnum

Samuel Eto´o er forseti kamerúnska sambandsins.
Samuel Eto´o er forseti kamerúnska sambandsins. AFP

Marc Brys landsliðsþjálfari karla hjá Kamerún í fótbolta er allt annað en sáttur en hann hefur átt í erjum við stjórnarmenn knattspyrnusambands þjóðarinnar undanfarnar vikur.

Brys ræddi við Derniere Heure í heimalandinu um skrautlegar aðstæður í starfinu og því sem fylgir. 

„Það er alls konar fólk í búningsklefanum fyrir leiki. Fólk sem ég hef aldrei hitt áður. Leikmenn fengu ógnandi bréf eftir sigurleik um daginn og mér hefur oft verið hótað ofbeldi af mismunandi stjórnarmönnum sambandsins.

Það vantar ýmislegt á æfingum eins og treyjur, bolta og svo rútur til og frá æfingavellinum. Ég fæ ekki að ráða aðstoðarþjálfarana mína og markverðirnir þurfa að hita upp einir. Þetta gerist hvergi annars staðar hjá A-landsliði,“ sagði Brys.

The Athletic greinir frá í dag að Samuel Eto‘o forseti knattspyrnusambandsins sé allt annað en sáttur við viðtalið og hefur krafið Brys um svör innan tveggja sólarhringa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert