Mátti ekki taka við danska landsliðinu

Daniel Agger.
Daniel Agger. AFP

Daniel Agger átti að taka tímabundið við danska karlalandsliðinu í fótbolta á meðan Morten Wieghorst er í veikindaleyfi. 

Bold greinir frá. Hann hins vegar mátti það ekki þar sem hann er ekki með UEFA Pro-þjálfaragráðuna, sem þarf til að verða landsliðsþjálfari. Því varð Lars Knudsen, sem sérhæfir sig í föstum leikatriðum, fyrir valinu.

Morten Wieghorst tók sjálfur tímabundið við landsliðinu af Kasper Hjulmand, sem sagði upp störfum eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. 

Agger stýrði áður Köge í B-deildinni í heimalandinu en sem leikmaður lék hann með Bröndby og Liverpool. 

Hann var hjá Liverpool í níu ár og var lykilmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert