Nýliðarnir vilja Íslendinginn

Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson Eggert Jóhannesson

Þýska knattspyrnufélagið Preussen Münster hefur áhuga á að fá framherjann Hólmbert Aron Friðjónsson í sínar raðir.

Þýski miðillinn virti Bild greinir frá. Hólmbert er sem stendur án félags eftir að samningur hans við Holstein Kiel rann sitt skeið.

Hólmbert, sem er 31 árs, lék með Holstein Kiel frá 2021 til 2024. Komst liðið upp í efstu deild á síðustu leiktíð en samningur Hólmberts var ekki framlengdur.

Preußen Münster hafnaði í öðru sæti þýsku C-deildarinnar á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í B-deildinni. Þar á undan vann liðið vesturhluta D-deildarinnar og hefur því farið upp um tvær deildir á tveimur tímabilum.

Liðið er í 15. sæti af 18 liðum í B-deildinni með eitt stig eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert