Sven-Göran Eriksson látinn

Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. AFP/Khaled Desouki

Svíinn Sven-Göran Eriksson er látinn 76 ára gamall eftir baráttu við krabbamein. 

Sven-Göran tilkynnti í janúar að hann ætti í besta falli um eitt ár eftir ólifað. 

Sven-Göran var fyrsti erlendi þjálfari til að stýra karlalandsliði Englands í fótbolta. Hann tók við enska landsliðinu árið 2001 og var þjálfari þess til ársins 2006. 

Á HM 2002 komst enska liðið í átta liða úrslit en tapaði fyrir Brasilíu, sem varð heimsmeistari. 

Á EM 2004 komst liðið einnig í átta liða úrslit en tapaði fyrir heimamönnum í Portúgal. Enska liðið tapaði aftur fyrir Portúgal í átta liða úrslitum á HM 2006. 

Sven-Göran stýrði liðum eins og Benfica, Roma, Fiorentina, Lazio, Leicester og Manchester City. 

Þá þjálfari hann einnig karlalandslið Mexíkó og Fílabeinstrandarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert