Þjálfari Danmerkur í veikindaleyfi

Morten Wieghorst, til vinstri, ásamt Kasper Hjulmand.
Morten Wieghorst, til vinstri, ásamt Kasper Hjulmand. AFP/Liselotte Sabroe

Morten Wieghorst, þjálfari karlalandsliðs Danmerkur í fótbolta, er kominn í veikindaleyfi og stýrir því ekki landsliðinu í tveimur leikjum í næsta mánuði. 

Wieghorst tók tímabundið við danska landsliðinu af Kasper Hjulmand sem hætti eftir Evrópumótið. Wieghorst er með samning út árið. 

Í tilkynningu frá danska knattspyrnusambandinu kemur fram að landsliðsþjálfarinn sé farinn í veikindaleyfi. Þá mun aðstoðarmaður hans Lars Knudsen stýra liðinu í leikjum gegn Sviss og Serbíu í Þjóðdeildinni í næsta mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert