Hanskarnir komnir á hilluna

Wojciech Szczesny hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár.
Wojciech Szczesny hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár. AFP/Jack Guez

Pólverjinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna eftir farsælan feril. 

Szczesny lék meðal annars með knattspyrnuliðunum Arsenal og Juventus en hann lék 84 landsleiki fyrir Pólland. 

Hann vann ellefu bikara á ferlinum. 

Fór 16 ára til Arsenal 

Szczesny gekk í raðir Arsenal árið 2006 frá Legia Varsjá í heimalandinu, þá 16 ára gamall. 

Hann lék 181 leik með Arsenal og vann tvo bikarmeistaratitla áður en hann gekk í raðir Roma árið 2015. 

Hann fór frá Roma til Juventus tveimur árum síðar og lék 252 leiki fyrir félagið. Þá vann hann átta bikara með Juventus. 

Sádiarabíska félagið Al-Nassr hafði boðið í Szczesny en hann ákvað frekar að leggja hanskana á hilluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert