Ítalski landsliðsmaðurinn til Liverpool?

Federico Chiesa gæti farið til Liverpool.
Federico Chiesa gæti farið til Liverpool. AFP/Filippo Monteforte

Liverpool hefur áhuga á ítalska landsliðsmanninum Federico Chiesa. Chiesa, sem er 26 ára leikmaður Juventus, á eitt ár eftir af samningi sínum við ítalska knattspyrnufélagið.

The Athletic greinir frá að Juventus vilji fá um 15 milljónir evra fyrir kantmanninn. Hann hefur verið í röðum Juventus frá árinu 2020 og skorað 21 mark í 98 leikjum í ítölsku A-deildinni með liðinu. Þá hefur hann gert sjö mörk í 51 leikjum með ítalska landsliðinu.  

Chiesa átti stóran þátt í Evrópumeistaratitli Ítalíu árið 2021 en sleit krossband í hné í ársbyrjun 2022. Var tímabilið í fyrra fyrsta heila tímabilið hans frá meiðslunum og skoraði hann tíu mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í 37 leikjum.

Liverpool hefur enn ekki fengið leikmann til félagsins í sumar, en hefur þó gert samkomulag um að georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili komi eftir leiktíðina frá Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert