Ronaldo tjáir sig um framtíðina

Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar.
Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar. AFP/PATRICIA DE MELO MOREIRA

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo segir að hann muni mjög líklega ljúka ferlinum hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. 

Ronaldo, sem er orðinn 39 ára gamall, gekk í raðir Al-Nassr í desember 2022 eftir að hafa átt í deilum við Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United. 

Ronaldo sagði í viðtali við portúgalska miðilinn að hann muni líklega ljúka ferlinum hjá Al-Nassr, og að það gæti gerst fljótlega. 

„Ég veit ekki hvort ég leggi skóna á hilluna fljótlega eða eftir tvö til þrjú ár, en það verður örugglega hjá Al-Nassr. 

Mér líður vel hér. Ég nýt þess mjög að spila í sádiarabísku deildinni og vill halda því áfram,“ sagði Ronaldo meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert