Stefán eini Íslendingurinn áfram

Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Preston var eina Íslendingaliðið til að fara áfram í enska deildabikar karla í knattspyrnu í kvöld. 

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem vann D-deildarlið Harrogate Town, 5:0, á útivelli. 

Preston er því komið áfram í þriðju umferð deildabikarsins. 

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn þegar að Blackburn tapaði á heimavelli fyrir C-deildarliði Blackpool, 2:1. 

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn á í seinni hálfeik í tapi Birmingham fyrir úrvalsdeildarliði Fulham, 2:1, í Birmingham. 

Jason Daði fór af velli í seinni hálfleik í tapi Grimsby fyrir Sheffield United á heimavelli, 5:1. 

Guðlaugur Victor Pálsson var þá ekki í leikmannahópi Plymouth sem tapaði fyrir Watford, 2:0, á útivelli. 

Þá fóru úrvalsdeildarliðin Everton, Brighton, Leicester og Crystal Palace öll auðveldlega áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert