Þess vegna vill Guardiola kaupa Orra

Orri Steinn Óskarsson hefur verið orðaður við Manchester City síðustu …
Orri Steinn Óskarsson hefur verið orðaður við Manchester City síðustu daga. Ljósmynd/Alex Nicodim

Englandsmeistarar Manchester City fylgjast vel með gangi mála hjá Orra Steini Óskarssyni, landsliðsframherja og leikmanni FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

The Athletic á Englandi greindi frá að City hafi mikinn áhuga á Orra, þótt félagið muni væntanlega ekki kaupa hann núna í sumar.

Danski blaðamaðurinn Victor Risager á Tipsbladet útskýrir í grein á miðlinum hvers vegna Pep Guardiola, stjóri City, hafi áhuga á uppalda Gróttumanninum.

„Orri er fullkominn stuðningur við Erling Haaland. Leikstíll þeirra er svipaður. Haaland er auðvitað betri en þeir nýta færin sín svipað vel. Aðeins Patrick Mortensen og German Onugkha hafa skorað meira í deildinni en Orri frá byrjun síðustu leiktíðar.

Þá seldi City Julian Álvarez og vantar sóknarmann til að hjálpa Haaland. Samkvæmt tölfræðisíðunni Opta er Haaland sá leikmaður sem er hve líkastur Orra,“ skrifaði Risager.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert