Varla hitt barnabörnin okkar

Simon Kjær á æfingu danska landsliðsins.
Simon Kjær á æfingu danska landsliðsins. AFP/Miguel Medina

Það er ekki alltaf dans á rósum hjá fjölskyldumeðlimum atvinnumanna í íþróttum. Danski knattspyrnumaðurinn Simon Kjær hefur verið atvinnumaður erlendis frá sumrinu 2008.

Faðir hans Jørn Kjær tjáði sig um soninn við TV Syd í heimalandinu.

„Við söknum hans rosalega því við höfum ekki hitt hann mikið í sextán ár. Við hittum varla barnabörnin okkar,“ sagði hann.

„Landsliðsskórnir eru komnir á hilluna og við sjáum hvort hann finni ekki nýtt félag bráðum,“ sagði hann.

Simon Kjær er sem stendur án félags en hann var síðast hjá AC Milan á Ítalíu þar sem hann lék frá 2020. Hann hefur einnig spilað með liðum á borð við Palermo, Wolfsburg, Lille og Sevilla.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert