Verður fyrirliði danska landsliðsins

Pierre-Emile Höjbjerg er nýr fyrirliði danska landsliðsins.
Pierre-Emile Höjbjerg er nýr fyrirliði danska landsliðsins. AFP/Damien Meyer

Miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg er nýr fyrirliði danska landsliðsins í fótbolta. 

Lars Knudsen, sem er tímabundið þjálfari Danmerkur, staðfesti fregnirnar þegar hann tilkynnti landsliðshópinn fyrir leiki gegn Sviss og Serbíu í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 

Simon Kjær, sem var fyrirliði landsliðsins til fjölda ára, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 

Reynsluboltarnir Christian Eriksen og Kasper Schmeichel verða áfram varafyrirliðar en Knudsen sagði við fréttamenn að það væri mikilvægt að velja fyrirliða sem ætti mikið eftir af landsliðsferil sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert