Flaug á einkaþotu til Kaupmannahafnar vegna Orra

Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Jokin Aperribay, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Sociedad, flaug til Kaupmannahafnar í Danmörku á dögunum og átti þar fund með forráðamönnum Köbenhavn.

Það er danski miðillinn Bold sem greinir frá þessu en á fundinum ræddi spænski forsetinn meðal annars um möguleg kaup spænska liðsins á íslenska landsliðsmanninum Orra Steini Óskarssyni.

Framherjinn, sem er 19 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við spænska liðið undanfarna daga, sem og Girona á Spáni og Englandsmeistara Manchester City.

Hann gæti því yfirgefið Köbenhavn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 30. ágúst en Köbenhavn vill fá í kringum 20 milljónir evra fyrir hann, rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert