Hákon Arnar í Meistaradeildina – grátlegt tap Elíasar

Hákon Arnar Haraldsson verður með í Meistaradeildinni.
Hákon Arnar Haraldsson verður með í Meistaradeildinni. AFP/Francois Lo Presti

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í Lille er komnir í Meistaradeildina í knattspyrnu þrátt fyrir tap gegn Slavia Prag, 2:1, í Tékklandi í kvöld. 

Lille vann fyrri leikinn, 2:0, og fer því samanlagt áfram, 3:2. 

Hákon Arnar var á sínum stað í byrjunarliði Lille en hann fór af vell undir lok leiks. 

Lille verður þar með í pottinum á morgun þegar að dregið verður í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 

Grátlegt tap markvarðarins

Midtjylland þarf að sætta sig við sæti í Evrópudeildinni eftir grátlegt tap fyrir Slovan Bratislava, 3:2, í Slóvakíu í kvöld. 

Fyrri leiknum lauk 1:1 og fer Slovan Bratislava því 4:3 áfram. 

Midtyjylland var 2:1-yfir á 82. mínútu en þá jafnaði slóvakíska liðið metin. Fjórum mínútum síðar skoraði Armeníumaðurinn Tigran Barseghyan sigurmark Slovan Bratislava. 

Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert