Látinn eftir að hafa hnigið niður á vellinum

Juan Izquierdo hneig niður í uppbótartíma síðari hálfleiks í leik …
Juan Izquierdo hneig niður í uppbótartíma síðari hálfleiks í leik Sau Paulo og Nacional á fimmtudaginn í síðustu viku. AFP/Nelson Almeida

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo er látinn eftir að hafa hnigið niður í leik með liði sínu Nacional á fimmtudaginn í síðustu viku.

Nacional mætti þá Sao Paulo í Brasilíu í Meistaradeild Suður-Ameríku en Izquierdo kom inn á í hálfleik fyrir Sebastian Coates, fyrrverandi leikmann Liverpool.

Hann hneig niður á vellinum í uppbótartíma eftir að hafa farið í hjartastopp og var svo fluttur á Albert Einstein-sjúkrahúsið i Brasilíu þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél.

Hann lést í gær að því er fram kemur í tilkynningu félagsins en Izquierdo var einungis 27 ára gamall og varð tvívegis úrúgvæskur meistari á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert