Skoskur landsliðsmaður til Íslendingaliðsins

Lyndon Dykes í búningi Birmingham.
Lyndon Dykes í búningi Birmingham. Ljósmynd/Birmingham

Lyndon Dykes, landsliðsmaður Skotlands í knattspyrnu, er genginn til liðs við Birmingham frá Queens Park Rangers. 

Þar verður Dykes samherji íslensku landsliðsmannana Willums Þórs Willumssonar og Alfonsar Sampsted. 

Dykes er 28 ára framherji sem fer niður um deild en QPR leikur í B-deild Englands og Birmingham í C-deild. 

Hann á að baki 36 landsleiki fyrir Skotland þar sem hann hefur skorað níu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert