„Við vorum einfaldlega mjög lélegar á síðustu leiktíð“

Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðrún Arnardóttir fagna marki gegn Póllandi …
Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðrún Arnardóttir fagna marki gegn Póllandi í undankeppni EM 2025. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnukonan Guðrún Arnardóttir hefur verið einn besti leikmaður Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili.

Rosengård hefur átt lygilegt tímabil en liðið hefur unnið alla 16 leiki sína á tímabilinu til þessa, skorað 70 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Liðið, sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, trónir á toppi sænsku deildarinnar með 48 stig, níu stigum meira en Hammarby og Häcken og þá á Rosengård leik til góða á bæði lið þegar tíu umferðum er ólokið í Svíþjóð.

Guðrún, sem er 29 ára gömul, er uppalin á Ísafirði en hún lék með Selfossi og Breiðabliki hér á landi áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2019 og samdi við Djurgården í Svíþjóð. Hún gekk til liðs við Rosengård í júlí árið 2021 og hefur tvívegis orðið Svíþjóðarmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

Síðasta tímabil mikil vonbrigði

„Við tókum ákvörðun um það fyrir yfirstandandi keppnistímabil að við ætluðum ekki að láta síðasta tímabil endurtaka sig,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið.

„Við vorum einfaldlega mjög lélegar á síðustu leiktíð og endum í sjöunda sætinu sem er mjög langt frá þeim stað sem klúbburinn vill vera á. Það er mun meiri hraði á æfingunum núna og yfirlýst markmið liðsins, farandi inn í tímabilið, var að allir leikmenn yrðu í besta formi lífs síns. Við höfum líka lagt áherslu að reyna að stjórna þeim hlutum sem við getum stjórnað.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert