Albert gæti komið til Íslands

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Fiorentina

Fiorentina er komið í Sambandsdeildina í knattspyrnu karla eftir ótrúlegan útisigur á Puskas Academy í vítaspyrnukeppni í Ungverjalandi í kvöld. 

Fyrri leiknum lauk með jafntefli á Ítalíu , 3:3, en Albert Guðmundsson er að glíma við meiðsli sem hafa haldið honum frá leikjum Fiorentina síðan hann kom. 

Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli, 1:1, en Zsolt Nagy jafnaði metin fyrir ungverska liðið í blálok leiks úr vítaspyrnu. 

Þremur mínútum áður hafði Luca Ranieri fengið rautt spjald í liði Fiorentina. 

Fiorentina fékk síðan annað rautt spjald dæmt á sig þegar að Pietro Comuzzo fékk rautt spjald á 97. mínútu. 

Fiorentina hélt hins vegar út og tryggði sér vítaspyrnukeppni. Þar vann ítalska liðið, 5:4, og fer því í Sambandsdeildina. 

Í Sambandsdeildinni gætu Albert Guðmundsson og félagar mætt Víkingum en dregið verður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert