De Gea bjargaði liði Alberts

David de Gea í leik með Manchester United.
David de Gea í leik með Manchester United. AFP/Paul Ellis

Markvörðurinn David de Gea var bjargvætturinn þegar að Fiorentina tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni í fótbolta í haust. 

Fiorentina vann Puskas Academy í vítaspyrnukeppni eftir mikla dramtík í seinni leik liðanna í umspilinu í Ungverjalandi. 

Vítaspyrnukeppnin fór 5:4 fyrir Fiorentina en David de Gea varði fjórða víti heimamanna frá Roland Szolnoki. 

David de Gea lék í 12 ár með Manchester United og spilaði 545 leiki fyrir félagið. 

Albert Guðmundsson var ekki með en hann hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðan hann gekk í raðir Fiorentina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert