Dregið í Meistaradeildinni í dag

Jude Bellingham og liðsfélagar hans í Real Madrid eru Evrópumeistarar.
Jude Bellingham og liðsfélagar hans í Real Madrid eru Evrópumeistarar. AFP/Ina Fassbender

Meistaradeild Evrópu í fótbolta verður leikin með nýju sniði í ár en dregið verður í Mónakó klukkan 16.00 í dag. Riðlakeppnin heyrir sögunni til en í staðinn verður dregið um hvaða lið mætast í deildarkeppni.

Liðum sem taka þátt í aðal­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar hefur verður fjölgað úr 32 í 36. Ekki verður um hefðbundna riðlakeppni að ræða held­ur mun hvert lið fyr­ir sig mæta tíu mis­mun­andi mót­herj­um, fimm á heima­velli og fimm á úti­velli, í stað þess að leika tvö­falda um­ferð í fjög­urra liða riðli.

Efstu átta liðin að tíu um­ferðum lokn­um kom­ast síðan beint í sex­tán liða úr­slit en liðin í 9. til 24. sæti leika eina út­slátt­ar­um­ferð, heima og heim­an, um sæti í sex­tán liða úr­slit­un­um.

Manchester City er í efsta styrkleikaflokki.
Manchester City er í efsta styrkleikaflokki. AFP/Paul Ellis

Liðunum er raðað í fjóra styrkleikaflokka út frá frammistöðu í Evrópukeppnum undanfarin fimm ár og mæta liðin tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki. Liðin mæta einum mótherja heima og úti en hinir átta leikirnir verða allir gegn mismunandi mótherja.

Ítarlega kynningu á fyrirkomulaginu í Evrópukeppnum má sjá á heimasíðu UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert