Emilía fór á kostum í toppslagnum

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Nordsjælland

Landsliðskonan Emilía Kiær Ágeirsdóttir fer afar vel af stað með Danmerkur- og bikarmeisturum Nordsjælland. 

Emilía skoraði tvö fyrstu mörkin í 3:2-sigri Nordsjælland á Bröndby í Farum í dag og hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar.

Liðin tvö voru efst í dönsku deildinni í fyrra og mættust í bikarúrslitunum. 

Emilía kom Nordsjælland 1:0-yfir strax á annarri mínútu og bætti öðru marki við secx mínútum síðar. 

Hún fór síðan af velli á 70. mínútu en landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir var í byrjunarliði Bröndby en fór af velli á 61. mínútu. 

Nordsjælland er í fyrsta sæti með fullt hús stiga, 12, eftir fjóra leiki en Bröndby er í fimmta sæti með fjögur stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert