Grátlegur endir Færeyinganna

Leikmenn Kí Klaksvíkur svekktir.
Leikmenn Kí Klaksvíkur svekktir. AFP/Svein Ove Ekornesvåg

Færeyska knattspyrnuliðið KÍ Klaksvík verður ekki með í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla í haust eftir grátlegt tap fyrir HJK Helsinki, 2:1, í Helsinki í Finnlandi í kvöld. 

HJK fer í Sambandsdeildina eftir samanlagðan sigur, 4:3, en fyrri leiknum lauk með jafntefli, 2:2, í Færeyjum. 

Aðalkall Klaksvíkurliðsins Árni Frederiksberg kom Færeyingunum yfir á 57. mínútu leiksins en stuttu síðar fékk Cédric Yambéré rautt spjald í liði Klaksvíkur. 

Á 90. mínútu jafnaði Diogo Tomas metin fyrir HJK og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Lee Erwin sigurmarkið, 2:1. 

Klaksvík sló í gegn í fyrra og komst fyrst færeyska liða í lokakeppni á einni af þremur Evrópudeildunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert