Hákon fer á Anfield og fær Evrópumeistara í heimsókn

Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille.
Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille. AFP/Sameer Al-Doumy

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í Lille fengu verðugt verkefni í Meistaradeildinni í fótbolta. 

Lille mun mæta átta liðum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en liðið var í potti þrjú. 

Lille mun heimsækja Liverpool og fá Real Madríd, sem er ríkjandi Evrópumeistari, í heimsókn. 

Lille fær einnig stórliðið Juventus í heimsókn og mun þurfa að heimsækja sterkt lið Atlético Madríd. 

Þá mun Lille liðið einnig fá Feyenoord frá Hollandi og Sturm Graz frá Austurríki í heimsókn. Loks heimsækir Lille Sporting frá Portúgal og Bologna frá Ítalíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert