Í Sambandsdeildina eftir mikla dramatík

Guðmundur Þórarinsson er kominn í Sambandsdeildina.
Guðmundur Þórarinsson er kominn í Sambandsdeildina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Þórarinsson og liðsfélgar í Noah frá Armeníu verða með í Sambandsdeild karla í knattspyrnu í haust. 

Liðið mætti Ruzomberok frá Slóvakíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeildinni í Slóvakíu í dag. 

Ruzomberok vann leikinn, 3:1, en þar sem Noah vann fyrri leikinn í Armeníu, 3:0, fer liðið samanlagt áfram, 4:3.

Ruzomberok komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Pablo í liði Guðmundar fékk rautt spjald á 70. mínútu og slóvakíska liðið vítaspyrnu sem það skoraði úr, 3:0. 

Manni færri minnkaði Noah muninn í 3:1 og tryggði sig áfram þökk sé marki frá Matheus Aias og þar við sat. 

Guðmundur lék að vanda allan leikinn fyrir Noah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert